Ríkið hefur lagt bönkunum til 248 milljarða

Ríkissjóður hefur þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna …
Ríkissjóður hefur þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna taps fjármálastofnana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkissjóður hefur gert samninga um að leggja fjármálafyrirtækjum á Íslandi til samtals rúmlega 248 milljarða vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og í víkjandi lán. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni.

Langmest hefur farið til Landsbankans eða 122 milljarðar í stofnframlag. Tæplega 10 milljarðar fóru til Arion banka og 6,3 til Íslandsbanka. Sparisjóðirnir hafa þegar fengið 3,5 milljarða og Byggðastofnun 3,6 milljarða. Þá hefur ríkissjóður veitt  samtals 54 milljarða í víkjandi lán til Arion banka og Íslandsbanka.

Í svarinu kemur fram að ríkissjóður hafi gert samning um að taka á sig 11,2 milljarða vegna SpKef á þessu ári og gert samkomulag um að veita Byr allt að 5 milljarða víkjandi lán.

Þá vinnur nefnd að endurskipulagningu á hlutverki Byggðastofnunar sem lánastofnunar.

Svar fjármálaráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert