Óvíst hvort kjósa þyrfti

„Það er ekki nokkur spurning að við yrðum best til þess fallin að verja málstað Íslands færi svo að Icesave samningurinn yrði felldur“, segir Steingrímur J. Sigfússon aðspurður um það hvort núverandi ríkisstjórn gæti haldið uppi vörnum fyrir Ísland ef Icesave samningurinn yrði felldur.

Hann segir það ráðast af hagsmunum Íslands hvort ekki þyrfti að boða til kosninga ef þjóðin hafnar samningunum á morgun.

mbl.is