Guðfríður Lilja sett af

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Þau tíðindi urðu á þingflokksfundi Vinstri-grænna í dag, að Guðfríði Lilju Grétarsdóttur var velt úr sæti formanns þingflokksins. Þetta var fyrsti þingflokksfundurinn sem Guðfríður Lilja mætti á eftir að kom aftur úr fæðingarorlofi.

Árni Þór Sigurðsson, sem verið hefur starfandi formaður þingflokksins á meðan Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi, var kjörinn formaður með átta atkvæðum gegn fjórum, en einn skilaði auðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófst fundurinn á því að Þuríður Bachman bar upp tillögu þess efnis að Árni Þór, hún og Lilja Rafney Magnúsdóttir yrðu kjörin í stjórn þingflokksins. Lilja Rafney var ekki á fundinum en Þuríður hafði umboð hennar til að greiða atkvæði um tillöguna og var Lilja Rafney einnig í símasambandi við fundinn.

Eftir að tillagan hafði verið borin upp bað Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, um stutt fundarhlé til að ræða við Guðfríði Lilju um tillöguna. Eftir samtal þeirra voru greidd atkvæði og fór atkvæðagreiðslan sem fyrr segir, þannig að Árni Þór var kjörinn formaður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason hafi verið þeir þingmenn sem studdu Guðfríði Lilju til áframhaldandi setu á formannsstóli, en það hefur ekki fengist staðfest frá þeim sjálfum.

Heimildir herma einnig að Guðfríður Lilja hafi átt að fá formannssæti í utanríkismálanefnd að launum fyrir að samþykkja þessa tilhögun án kosninga, en samkvæmt tillögu Steingríms J. hafi Árni Þór þó átt að hafa forgöngu um Evrópumálin þrátt fyrir það. Málið virðist því hafa verið rætt og undirbúið nokkuð ítarlega fyrir þingflokksfundinn.

Spurð um málið staðfestir Guðfríður Lilja að á fundinum hafi formannsskipti orðið í þingflokknum.  „Þetta kom mér á óvart," segir hún.

Hún hafi verið formaður þingflokks þegar hún fór í fæðingarorlof og öllum venjum samkvæmt og í anda fæðingarorlofslaga, þá eigi manneskja sem fer í fæðingarorlof að ganga aftur inn í sína fyrri stöðu þegar hún kemur aftur til starfa.

„VG er jú hreyfing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi og fer mikinn oft í þeim efnum. Þetta er ekki í anda fæðingarorlofslaga eða siða, skulum við segja. Þá hefur VG verið tíðrætt um kynjahlutföll í ríkisstjórn, á þingi og í ábyrgðarstörfum, hér er ekki beinlínis verið að bæta stöðu kvenna sem koma úr fæðingarorlofi í því samhengi. Það hefði verið eðlilegra fyrir femínistaflokkinn, fyrst það lá svona á að ég færi frá, að velja sér aðra konu. En veruleikinn er sá að Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu embætti í minni fjarveru lagði mikla áherslu á að gegna þessu embætti áfram. Og þingflokkurinn varð við því."

En tengir Guðfríður Lilja þetta við Icesave-kosningu gærdagsins? Guðfríður Lilja lagðist hart gegn fyrsta samningnum og fékk bágt fyrir í sínum flokki.

„Ja, þetta gerist daginn eftir Icesave-kosninguna. Þau verða sjálf að svara því. Það voru margir mjög ósáttir við mína afstöðu í Icesave, að ég skyldi gagnrýna stefnu stjórnvalda, auk þess hef ég alltaf stutt þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er annarra að svara fyrir ástæður þess að ég er sett af með þessum hætti.

Hún kveðst einfaldlega hafa svarað flokksfélögum sínum því til að hún ætlaði ekki að fara í samningaviðræður um réttindi sín sem konu sem kemur aftur úr fæðingarorlofi. Ekki þyrfti að semja um eitt né neitt, heldur einfaldlega að kjósa ef fólk vildi það. „Og það var gert," segir Guðfríður Lilja.

mbl.is

Innlent »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...