Twitter-mál fyrir dómi í dag

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.

Alríkisdómari í Virginíu í Bandaríkjunum mun í dag hlýða á rök lögmanna Birgittu Jónsdóttur og fleiri fyrir því, að bandarísk stjórnvöld eigi ekki að fá aðgang að gögnum um samskipti þeirra á samskiptavefnum Twitter.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu í mars, að Twitter eigi að afhenda upplýsingar um netnotkun þriggja einstaklinga vegna rannsóknar bandarískra yfirvalda á því hvernig vefurinn WikiLeaks komst yfir bandarísk leyniskjöl. 

Mannréttindasamtökin EFF og ACL tóku að sér að verja Birgittu í þessu máli auk þeirra  Jacobs Appelbaums og Rops Gonggrijps.

Einnig verður fjallað um það í málinu hvort þremenningarnir eigi rétt á að fá upplýsingar um hvort bandarísk stjórnvöld hafi krafið aðrar samskiptasíður um ipplýsingar um netnotkun þeirra. 

mbl.is