Harpa þá og nú

Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru haldnir í Hörpu í kvöld.
Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru haldnir í Hörpu í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru haldnir í Hörpu í kvöld. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er nokkuð frábrugðið fyrstu hugmyndum um húsið sem kynntar voru í september 2005. 

Upphafleg hugmynd Portusar gerði t.d. ráð fyrir  þremur sölum í húsinu en þeir urðu fjórir á endanum. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnkostnaður við smíði nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins, gæti orðið um 8,5 milljarðar króna.

Upphafleg tillaga Portusar, sem hreppti hnossið, gerði ráð fyrir að stofnkostnaður yrði um 12,5 milljarðar króna. Hann verður líklega um 27,5 milljarðar króna.

Bein útsending frá opnunartónleikunum  hefst á rás 1 í Ríkisútvarpinu klukkan 19.57.

Kynningarmyndband Portusar frá september 2005

Myndasyrpa sem sýnir upphaflegar hugmyndir um útlit

Upphafleg hugmynd Portusar um tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem síðar fékk …
Upphafleg hugmynd Portusar um tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem síðar fékk nafnið Harpa. Eins og sjá má af ljósmyndinni er húsið talsvert frábrugðið upphaflegri hugmynd. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert