Óskað skýringa á tíðari komum hvítabjarna

Ísbjörninn á Hornströndum 2. maí 2011.
Ísbjörninn á Hornströndum 2. maí 2011. mbl.is/Landhelgisgæslan

Umhverfisráðherra hefur óskað eftir greinargerð um hugsanlegar orsakir þess að fleiri hvítabirnir koma hingað til lands en áður.

Óskað hefur verið eftir því að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi samband við vísindamenn hérlendis og erlendis til að reyna að meta hvort þetta sé tilviljun eða endurspegli á einhvern hátt breytingar á náttúrufari, sem kalli á aukinn viðbúnað út frá öryggis- og verndarsjónarmiðum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ýmsar skýringar hafi verið nefndar, meðal annars afleiðingar hlýnunar loftslags. Karl Skírnisson, líffræðingur hjá Tilraunastöð Háskólans, stjórnaði rannsóknum á hvítabjörnunum sem gengu á land á Skaga 2008. Þeir reyndust gamlir og veikburða.

Hann hefur grunsemdir um að einstaklingarnir hafi verið að forðast átök og nærveru við stærri dýr á búsvæði sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »