550 kíló af ullarfötum til Japan

Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura.
Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura.

Átakinu Hjálpum Japan er nú lokið er verða alls 550 kíló af ullarfatnaði til héraðanna sem urðu hvað verst úti í hamförunum í Japan. f

Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura  eru japanskar konur sem hafa búið hér á Íslandi áratugum saman. Þær vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær við að senda hlífðarfatnaðinn úr íslensku ullinni til Japans.
 
Það voru um 300 manns sem höfðu samband við Póstinn og vildu bjóða fram hjálp sína með því að prjóna fyrir Japan. Samstarfsfélagar, kvenfélagskonur, saumaklúbbar og einstaklingar prjónuðu 6.200 flíkur og munu nú um 550 kíló vera send til héraðanna Miyagi-Ken og Iwate-Ken sem urðu hvað verst úti í hamförunum í Japan.
 
Áður voru Miyako, Yoko og Yayoi búnar að fá með sér í lið Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem allir hafa keppst við að prjóna jafnt starfsfólk, vistfólk og aðstandendur þeirra.  Einnig bættust í hópinn kvenfélagskonur í Grensáskirkju ásamt starfsfólki Hagstofu Íslands en þar vinnur Yayoi.
 
Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura  þakka hlýjan hug sem landsmenn hafa sýnt í þessu átaki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert