Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum áliðnaði nam að meðaltali 1,71 tonni á hvert framleitt tonn af áli og dróst saman um 0,5% á milli ára, að sögn Samáls, samtaka álframleiðenda.

Samtökin segja í tilkynningu, að losun íslenskra álfyrirtækja sé 12% minni en að meðaltali í Evrópu ef frá er talin losun vegna raforkuframleiðslu. Að raforkuframleiðslu meðtalinni sé heildarlosun vegna álframleiðslu hér á landi aðeins um 20% af heildarlosun á hvert framleitt tonn í Evrópu.

Losun gróðurhúsalofttegunda í áliðnaði hér á landi hafi minnkað um 73% á hvert framleitt tonn frá árinu 1990.

Þá hafi losun flúorefna minnkað um að sama skapi 4% á milli ára og numið 0,4 kg á hvert framleitt tonn. sé þetta nærri 30% minni losun á hvert framleitt tonn en að jafnaði í Evrópu og um 70% minni en að jafnaði í heiminum. Frá 1990 hafi losun flúorefna á hvert framleitt tonn af áli minnkað um liðlega 90%.

Á síðastliðnu ári voru framleidd tæplega 820 þúsund tonn af áli á Íslandi og jókst framleiðslan lítillega á milli ára. Útflutningsverðmæti áls 222 milljörðum króna á síðasta ári, að sögn Samáls.

mbl.is

Bloggað um fréttina