Segir skattbyrði nálægt meðaltali á Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Íslandi er fyrir neðan miðju í hópi Vestur-Evrópuríkja hvað skattbyrði varðar. Þetta er mat fjármálaráðuneytisins sem byggir þetta á tölum úr nýrri skýrslu OECD um skattbyrði.

Hér er Ísland aftur í neðsta sæti ef undan er skilið árið 2010. Í samanburði við 18 OECD ríki í Vestur Evrópu er Ísland aðeins neðan við miðju. Þau lönd með lægri skattbyrði þessa hóps hafa verið Grikkland, Írland, Lúxemborg, Spánn, Portúgal og Sviss en fyrir árið 2010 bættist Svíþjóð í þann hóp.

„Í skýrslu OECD er rakið hvernig skattar og bætur koma við afkomu fjölskyldna eftir tekjum og aðstæðum. Henni er raðað eftir skattbyrði hjóna með tvö börn þar sem annað er með meðallaun en hitt með 2/3 af meðaltalinu.

Í 10 af 18 V-Evrópuríkjum er skattbyrði þessarar fjölskyldutegundar meiri en hér á landi. Einstætt tveggja barna foreldri á Íslandi með tekjur sem nema 2/3 af meðaltekjum býr við lægri skattlagningu en fjölskyldur í sömu stöðu ef undan eru skilin Sviss, Lúxemborg og Írland af V-Evrópuríkjum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina