Örnefnanefnd ræðir hugmyndir um nafn fossins

Fossinn í Morsárjökli
Fossinn í Morsárjökli mbl.is/Jón Viðar

Hugmyndir um nafn á hæsta fossi landsins verða ræddar á fundi örnefnanefndar 15. ágúst næstkomandi en ákvörðun um nafnið verður síðan væntanlega tekin í samráði við heimamenn.

Morgunblaðið greindi frá því 14. júní síðastliðinn að tveimur dögum fyrr hefði einföld hornamæling leitt í ljós að hæsta hæð foss í hömrum innarlega í Morsárjökli í Öræfum væri um 228 metrar eða um 30 m hærri en Glymur, sem talinn hafði verið hæsti foss landsins.

Í kjölfarið efndu Morgunblaðið og mbl.is til hugmyndasamkeppni á meðal lesenda sinna um nafn á fossinum.  Alls barst 1.991 tillaga í hugmyndasamkeppnina og gerðar voru tillögur að 986 ólíkum nöfnum á fossinum.

Tillögurnar voru sendar til örnefnanefndar sem fer yfir þær eins og aðrar tillögur sem kunna að berast, að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, formanns nefndarinnar. Hún á ekki von á að málið verði afgreitt á einum fundi, nafnið ákveðið og skráð í örnefnaskrá heldur þurfi það meiri yfirlegu. Endanlegt nafn liggur því ekki fyrir alveg á næstunni en ákvörðun verður samt væntanlega tekin innan fárra vikna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert