Ráðherra hefur lokaorðið

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum. mbl.is/Birkir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í gær að ekki hefði enn borist undanþágubeiðni frá fjárfestinum og ljóðskáldinu Huang Nubo fyrir kaupum á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Jörðin Grímsstaðir er í heild sinni um 300 ferkílómetrar sem eru í óskiptri sameign ríkisins að um fjórðungi og annarra eigenda að þremur fjórðu.

Ef ríkið ætti jörðina í óskiptri sameign með Huang þýddi það samkvæmt almennum reglum að hann gæti ekki ráðist í neinar grundvallarbreytingar á jörðinni, uppbyggingu hennar eða rekstri nema með samþykki meðeiganda að sögn Karls Axelssonar hrl. og dósents við lagadeild Háskóla Íslands.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið með hlut ríkisins í Grímsstaðajörðinni. Samþykki innanríkisráðherra kaup Huangs á jörðinni, þá þyrfti Huang að eiga við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, um fyrirhugaða uppbyggingu á henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »