Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Fésbókarsíðu sinni að honum finnist ekki eðlilegt að útlendingar geti keypt stórar jarðir eða jafnvel hundruð ferkílómetra lands á Íslandi.

„Það er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að greiða fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. Vilji menn reisa hótel og fara í ferðaþjónustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðlilegt að menn geti keypt stórar jarðir og jafnvel hundruð ferkílómetra lands? Það finnst mér ekki. Eitt sem horfa ber til er hvort íslenskir ríkisborgarar njóta slíks réttar í heimaríki viðkomandi,“ segir Bjarni.

Samkvæmt EES-samningum geta íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu keypt jarðir á Íslandi. Íbúar landa utan EES þurfa hins vegar að sækja um leyfi til landakaupa á Íslandi til innanríkisráðuneytisins. Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo hefur sótt um slíkt leyfi til innanríkisráðuneytisins, en hann hefur skrifað undir samning um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert