LÍN skoði styrkjakerfi

Það er mikilvægur þáttur háskólaupplifunarinnar að leggja námsbækurnar til hliðar …
Það er mikilvægur þáttur háskólaupplifunarinnar að leggja námsbækurnar til hliðar og njóta lífsins. Á góðum degi er jafnvel hægt að sóla sig á grænum reitum háskólasvæðisins. mbl.is/Eggert

Stúdentaráð Háskóla Íslands kannar nú hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að Lánasjóður íslenskra námsmanna taki upp styrkjakerfi eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.

Meðal hugmynda ráðsins er að stúdentar fái skattaafslátt fyrstu tvö árin á vinnumarkaði og að þeir sem ljúka námi á réttum tíma fái einhvers konar niðurfellingu skulda.

Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir hugmyndirnar vel framkvæmanlegar og mun fýsilegri fyrir LÍN en skuldaafskriftir sem séu afar miklar hjá sjóðnum.

Auk lánamála eru húsnæðismál ofarlega á blaði stúdentaráðs. Margir búi í dýru leiguhúsnæði því þeir fái ekki íbúð á stúdentagörðum. „Núna eru reglurnar þannig að þeir stúdentar sem leigja saman á stúdentagörðum fá allir húsaleigubætur en þegar fólk leigir á almenna leigumarkaðnum fær bara einn leigjenda bætur. Þetta er nokkuð sem væri auðvelt að breyta og myndi hjálpa mörgum þar sem leiguverð er mjög hátt,“ segir Lilja í umfjöllun um málefni stúdenta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »