Eggjum kastað í þingmenn

Forsetahjónin tóku í höndina á fólki á Austurvelli áður en …
Forsetahjónin tóku í höndina á fólki á Austurvelli áður en þau gengu í Dómkirkjuna. mbl.is/Júlíus

Flugeldum var skotið í loft upp, kveikt var á blysum og egg og ávextir dundu á þingmönnum er þeir gengu frá Alþingishúsinu að dómkirkjunni um hálf tíu leytið í morgun. Einn þingmannanna, Árni Þór Sigurðsson, fékk egg í höfuðið, féll við og þurfti aðstoð annarra þingmanna við að komast á fætur.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, segist telja að um 2000 manns hafi verið á Austurvelli um hálf ellefu leytið í morgun. Fólk drífur að úr öllum áttum og sífellt fjölgar í hópi mótmælenda.

Óeirðasveit lögreglu stendur vörð við Alþingishúsið. Að sögn sjónarvotta var forsetahjónunum fagnað mjög er þau komu út úr húsinu, en Dorrit Moussiaeff forsetafrú klifraði yfir óeirðagirðinguna svonefndu og fór inn í mannfjöldann í stað þess að ganga í Dómkirkjuna.

Mómælendur berja í grindverkið og ýmsa lausamuni og hrópa „Óhæf ríkisstjórn“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert