Sterkir skjálftar undir Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull og nágrenni.
Mýrdalsjökull og nágrenni. Loftmyndir

Öflug jarðskjálftahrina var undir Mýrdalsjökli í nótt og var stærsti skjálftinn um þrír að stærð. Virðist þetta þó hafa verið afmörkuð skjálftahrina að sögn jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni og er hún að deyja út. Er þetta líklega stærsta hrinan í ár á svæðinu.

„Það kom hressileg skjálftahrina um klukkan tíu mínútur í þrjú og aftur um fjögur. Þetta virðist hafa verið afmörkuð skjálftahrina og að hún sé að deyja út,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni.

Hann segir ekki líta út fyrir að framhald verði á skjálftahrinunni í bili. Töluverð jarðvirkni hefur verið við Mýrdalsjökul frá því í sumar.

Kort Veðurstofunnar af skjálftavirkninni í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka