Hefur áhyggjur af Kötlu

105 ár eru frá síðasta gosi í Kötlu.
105 ár eru frá síðasta gosi í Kötlu. mbl.is/RAX

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands, kveðst hafa áhyggjur af eldstöðinni Kötlu undir Mýrdalsjökli.

„Eftir því sem lengra líður aukast líkurnar á stærri atburðum í tengslum við virknina í Kötlu, sem er ekki það sem við viljum,“ segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag. Skjálftahrina varð í jöklinum snemma í sumar, sú stærsta í að minnsta kosti sjö ár, en gos hefur ekki brotist upp úr jöklinum frá árinu 1918.

Á tíundu öld varð út frá eldstöðinni eldgos sem kann að hafa staðið yfir í þrjú til átta ár.

Virðist koma úr geymsluhólfi

Hann talar einnig um þá staðreynd, sem vakið hefur furðu jarðvísindamanna, að kvikan í eldgosum síðustu þriggja ára á Reykjanesskaga er ólík nokkurri þeirri kviku sem sést hefur áður á skaganum.

„Og þetta virðist vera að koma úr geymsluhólfi sem inniheldur þetta magn af kviku,“ segir Þorvaldur í ítarlegu viðtali. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert