Vilja stofna Hofsjökulsþjóðgarð

Á Sprengisandi; Hofsjökull í fjarska.
Á Sprengisandi; Hofsjökull í fjarska. mats.is

Tíu þingmenn Samfylkingar, VG og Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu að þingsályktun um stofnun Hofsjökulþjóðgarðs. Innan hans yrðu Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Guðlaugstungur og Orravatnsrústir auk annarra aðliggjandi svæða. Stefnt yrði að opnun hans árið 2013.

Það eru þingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þuríður Backman,
Róbert Marshall, Atli Gíslason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Skúli Helgason og Þór Saari sem standa að tillögunni.

Í ályktuninni er lagt til að fela umhverfisráðherra að vinna að því, í samvinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega rétthafa, að stofna Hofsjökulsþjóðgarð sem hafi innan sinna marka Hofsjökul og aðliggjandi svæði. Umhverfisráðherra kynni Alþingi stöðu málsins fyrir lok vorþings 2012 og stefnt verði að formlegri stofnun þjóðgarðsins árið 2013.

Er tilkoma Hofsjökulsþjóðgarðs sögð mikilvægt skref í náttúruvernd á Íslandi. Hofsjökli og umhverfi hans væri þannig lyft á þann stall sem þau verðskulda og aðdráttarafl og gildi óbyggðanna yrði tryggt.

Þingsályktunartillaga um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert