Móta þarf nýja peningastefnu

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að móta þurfi nýja og trúverðuga peninga- og gengisstefnu og að því verki verði aðilar vinnumarkaðarins meðal annarra kallaðir. Nýrri peningastefnu þarf að fylgja aukin stjórntækni til að tryggja fjármálastöðugleika og verða þjóðhagsvarúðartæki kynnt snemma á næsta ári.

„Fyrir liggur áætlun um losun gjaldeyrishafta. Ég tel að fara verði með gát við losun haftanna, því sú hætta er augljós, óðagot í þeim efnum leiðir til gengishraps með tilheyrandi verðbólguskoti,“ sagði Jóhanna í ræðu á formannafundi hjá ASÍ fyrr í dag.

mbl.is