Wolf segir krónuna reynast vel

Martin Wolf
Martin Wolf

Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times í Bretlandi og af mörgum talinn áhrifamesti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála, segist ekki sjá neitt að því að Íslendingar haldi fast í krónuna, ,,minnsta gjaldmiðil í heimi". Hún hafi reynst þeim ágætlega.

Wolf stýrði í umræðum á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í kvöld og sagðist  ekki sjá kostina fyrir Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu, þar myndu þeir ekki hafa nein áhrif og gætu þurft að afsala sér stjórn á mikilvægum auðlindum. ,,Ég verð að spyrja ykkur sem viljið þetta, hafið þið ekkert fylgst með því sem er að gerast núna í sambandinu?" spurði hann og uppskar hlátur.

 Hann sagði menn ekki mega gleyma því að ef þeir tækju upp annan gjaldeyri yrðu þeir að hlíta því að gengið sveiflaðist ekki endilega eins og þeim hentaði. Samfélagið yrði að hafa geysimikinn sveigjanleika til að bera, þegar kreppti að heima fyrir af einhverjum ástæðum gæti eina lausnin verið að lækka launin.

Aðrir sem voru í pallborði voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Katrín Ólafsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík og Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir.

Frá fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í kvöld.
Frá fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í kvöld.
Frá fundi VÍB í kvöld. Auk Wolf sátu (f.v.) Heiðar …
Frá fundi VÍB í kvöld. Auk Wolf sátu (f.v.) Heiðar Már Guðjónsson, Katrín Ólafsdóttir og Vilhjálmur Egilsson í pallborði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert