Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra

Flestir burtfluttra flytjast til Noregs.
Flestir burtfluttra flytjast til Noregs. scanpix

Straumur Íslendinga til útlanda, einkum Noregs, hefur haldið áfram á þessu ári. Í heildina er útlit fyrir að brottflutningur frá landinu verði litlu minni í ár heldur en var á síðasta ári.

Mest er um að yngra fólk flytji af landi brott, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Það er ljóst að fjölskyldufólk er stór hluti þeirra sem flytja og mikið um börn í hópi brottfluttra. Því eru líkur á að einhver hluti þeirra setjist að til lengri tíma,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Yfir 600 börn og ungmenni innan við tvítugt fluttu af landi brott árið 2009 umfram aðflutta og í fyrra var þessi tala hátt í 500, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Noregur sker sig úr og hefur síðustu þrjú ár verið helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara. Fyrstu níu mánuði ársins fluttust tæplega 1.300 Íslendingar til Noregs. Á þriðja ársfjórðungi fluttust 590 manns þangað, 380 á öðrum ársfjórðungi og fyrstu þrjá mánuði ársins fluttu 320 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »