Dæmdur fyrir fjárdrátt

Húsnæði Héraðsdóms Austurlands.
Húsnæði Héraðsdóms Austurlands.

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt fyrrum sölustjóra BM Vallár á Austurlandi í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir að selja vörur úr versluninni og leggja andvirðið inn á eigin reikning.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða BM Vallá 8,2 milljónir króna í bætur.

Maðurinn, sem er 35 ára, var sölustjóri hjá fyrirtækinu á árunum 2006 til 2009. Hann var ma. ákærður fyrir að selja steinsteypu, hellur, hurðir og annan varning til einstaklinga og fyrirtækja og látið þau leggja andvirðið inn á hans eigin bankareikning. 

Héraðsdómur sakfelldi manninn af öllum ákæruliðum. Segir í niðurstöðu dómsins, að ekkert liggi fyrir í málinu, sem styðji að sölustjórinn fyrrverandi hafi haft heimild til að nýta vörur BM Vallár hf. í eigin þágu eða ráðstafa þeim á þann hátt sem hann gerði.

Séu sjónarmið hans um, að hann hafi verið vanhaldinn í launum, að starfsskyldur hans hafi aukist ótæpilega eða að hann hafi haft réttmætar væntingar um launahækkun, algerlega haldlaus í þessu sambandi.

mbl.is