Ögmundur: Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir,“ skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á vefsíðu sína.

„Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!“ skrifar ráðherrann.

Jón ekki horfinn af vettvangi

Ögmundur víkur að brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

„Umrædd eru þessa dagana ráðherraskiptin í ríkisstjórn. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að niðurstaðan sé mér ekki að skapi. Eðlilega horfi ég þar fyrst til samherja míns Jóns Bjarnasonar. Sjónarmið hans hafa verið mikilvæg við ríkisstjórnarborðið eins og ég hef margoft sagt og skrifað, auk þess sem hann hefur reynst góður félagi og samverkamaður. Hann er hins vegar hvergi nærri horfinn af vettvangi og fráleitt að tímabært sé að
skrifa um hann pólitísk eftirmæli!

Margefldur Jón

Mér segir nefnilega svo hugur að Jón Bjarnason eigi eftir að færast heldur í aukana en hitt í sölum Alþingis í baráttu fyrir þau stefnumarkmið sem hann er þekktur fyrir!! Brotthvarf Árna Páls Árnasonar þykir mér einnig vera slæmt. Þótt við höfum verið ósammála um sitt hvað - hann jafnaðarmaður á hægri kanti, ég á hinum vinstri - þá lít ég svo á að í Stjórnarráðinu hafi hann staðið fyrir ýmis virðingarverð og mikilvæg gildi. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Inn í ríkisstjórnina er komin Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður fjárlaganefndar. Hún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og bæjarstjóri og sem stjórnandi á sviði menntamála, bæði innan veggja skóla og annars staðar í stjórnsýslunni.

Mikill fengur er að Oddnýju að ríkisstjórnarborðinu með þá víðtæku reynslu sem hún hefur aflað sér. Minna geri ég þó ekki úr góðum hæfileikum hennar til samstarfs en þeim hef ég kynnst af mjög góðu.“

Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Skoltur og skott

Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir. Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!

Ég ráðlegg fólki að leggja raunverulega við hlustir eftir því sem sá Sjálfstæðisflokkurinn segir: Í tíma og ótíma talar hann um erlendar fjárfestingar og á þá fyrst og fremst við stóriðju; hann er reiðubúinn að fórna náttúruperlunum; hann er handgenginn fjölþjóðlegum stóriðjurisum og hefur viljað einkavæða auðlindirnar. Hann vill breytta skattastefnu og færa hana til fyrra horfs þar sem stóreignafólki er ívilnað á kostnað lágtekjufólks; hann grætur auðlegðarskatta, hann vill meiri einkavæðingu í velferðarþjónustunni; hlustið á talið um Sjúkratryggingastofnun! Allt gamalt er á sínum stað. Það er ekki einu sinni svo að reynt sé að hylja úlfsskottið með sauðagæru. Fæstir taka hins vegar eftir skolti og skotti, enda uppteknir við að horfa á það sem úrskeiðis fer í augnablikum samtímans,“ skrifar Ögmundur Jónasson.

Grein Ögmundar má einnig nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...