Þórhallur gefur kost á sér

Þórhallur Heimisson.
Þórhallur Heimisson.

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.

„Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur að kjöri biskups íslensku Þjóðkirkjunnar. Að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða hef ég undirritaður nú ákveðið að gefa kost á mér til þessa embættis. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hvatt mig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórhallur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina