Stuðningsmenn Sigurðar Árna boða fund

Sigurður Árni Þórðarson.
Sigurður Árni Þórðarson.

Sigurður Árni Þórðarson skilaði tilkynningu um framboð í biskupskjöri til kjörstjórnar á Biskupsstofu í dag. Af því tilefni efnir stuðningsfólk Sigurðar Árna til málefnafundar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 12. febrúar kl. 13. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefni og stöðu kirkju og biskupskjörs, segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Sigurðar.

 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar tekur við tilkynningum um framboð til biskups. Frestur til að skila tilkynningu er til 29. febrúar.

mbl.is