Þróunarmál rædd af ráðuneytisstjórum

Ib petersen, Stephen Brown, Ingrid Fiskaa, Einar Gunnarsson, Anna Sipiläinen, …
Ib petersen, Stephen Brown, Ingrid Fiskaa, Einar Gunnarsson, Anna Sipiläinen, Rob Swartbol, Michael Gaffey og Björn Anderson.

Staða og stefna í þróunarsamvinnu á Norðurlöndunum, Bretlandi, Hollandi og Írlandi hefur verið rædd af ráðuneytisstjórum ríkjanna í Reykjavík undanfarna daga.

Ráðuneytisstjórar þróunarmála frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Írlandi og Hollandi héldu fund í Reykjavík í gær og í fyrradag. Ríkin eiga reglulegt samráð um það sem hæst ber í þróunarmálum á heimsvísu og það hefur lagt grunninn að árangursríku samstarfi þeirra á alþjóðavettvangi.

Á fundinum var kynnt staða og stefna í þróunarsamvinnu í fyrrgreindum ríkjum, rætt var um undirbúning nýrrar stefnu Evrópusambandsins í þróunarmálum, og undirbúning og samvinnu í tengslum við Ríó+20ráðstefnuna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Ríó de Janeiró í júní, að því er segir á vef utanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert