Breytileg átt, skúrir eða él

Norðaustanátt, 5-15 sekúndumetrar, og dálítil snjókoma norðanlands í dag, hvassast norðvestan til. Vestan 15-20 allra syðst en lægir smám saman. Skúrir suðvestanlands. Breytileg átt, víða 3-10 m/s og skúrir eða él eftir hádegi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á höfuðborgarsvæðinu verður vestan 5-10 og minnkandi skúrir eða slydduél. Hægviðri undir kvöld. Hiti 0 til 3 stig.

Um 270 km austsuðaustur af Dalatanga er 975 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur  en á Grænlandshafi er minnkandi 990 mb smálægð. Á Faxaflóa er 988 mb smálægð á leið norðnorðaustur. Um 600 km suður af Hvarfi er vaxandi 998 mb lægð á hreyfingu norðaustur.

Á morgun, laugardag, er útlit fyrir suðvestlæga átt, 5-10 m/s, og skúri eða él, en bjartviðri austanlands. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 8-13 og rigning suvðestanlands um kvöldið og hlýnar.

Klukkan  þrjú í nótt var norðaustan 5-13 norðanlands en vestanátt sunnanlands, hvassast 22 m/s á Stórhöfða. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, skúrirsuðvestanlands en úrkomulítið á Suðausturlandi. Svalast var 4 stiga frost í Svartárkoti, en hlýjast 5 stiga hiti á Vatnsskarðshólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert