Gunnari bregst ekki bardagalistin

Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á ...
Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á sínum yngri árum. mbl.is

Það er óhætt að segja að Gunnar Nelson sé fræknasti bardagakappi Íslendinga um þessar mundir. Þetta 23 ára hörkutól fæddist á Akureyri en flutti snemma til Reykjavíkur og ólst þar upp. Foreldrar Gunnars eru þau Guðrún Hulda Gunnarsdóttir Nelson og  Haraldur Dean Nelson.

Gunnar keppir bæði í blönduðum bardagalistum (MMA) og uppgjafarglímu. Hann hefur þó lagt stund á fleiri íþróttir. „Ég keppti í fótbolta þegar ég var gutti og keppti líka í skák þegar ég var ennþá minni. Svo byrjaði ég að æfa karate þegar ég var 13 ára og keppti nokkrum sinnum á þeim vettvangi,“ segir Gunnar en hann var Íslandsmeistari unglinga í karate þrjú ár í röð, ásamt því að vera landsliðsmaður í karate frá 15 ára aldri. Hann var valinn efnilegasti karatemaður Íslands 16 ára gamall. Gunnar æfði líka íshokkí um tíma.

Gunnar er nýkominn heim frá Írlandi eftir að hafa unnið sigur á Úkraínumanninum Alexander Butenko í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti á Íslandi stóð hann uppi sem sigurvegari í -88 kg. flokki karla og opnum flokki karla. Það er því skammt á milli stórra högga hjá honum en aðspurður segist Gunnar ekki  þurfa að taka sér sérstaka hvíld á milli átaka „Maður getur alveg keppt með svona stuttu millibili, það fer að vísu eftir því hvernig stendur á hjá manni, en það er allt í lagi að taka þátt í svona móti nokkrum vikum eftir bardaga,“ segir Gunnar.

Undirbúningur fyrir mót er ekki flókinn að sögn Gunnars „Ég æfi bara niðri í Mjölni eins og alltaf, ég breyti ekki mikið þótt mót sé á næsta leiti.“ Aðspurður hvort hann sé á sérstöku mataræði segir hann svo ekki vera „Ég borða bara hollan mat sem er nálægt náttúrunni, ekki of mikið og ekki of lítið.“ Hann segist af og til borða nammi „en ég reyni að hafa það í lágmarki.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki þolað eitthvert tjón eftir öll átökin segir hann svo ekki vera. „Ég hef verið blessunarlega laus við öll meiðsli.“

Verð í þessu fram á elliárin

Gunnar æfir hjá Mjölni, en félagið hefur verið mjög sigursælt á bardagalistamótum. Á nýafstöðnu uppgjafarglímumóti unnu Mjölnismenn í öllum flokkum nema einum.

Hann byrjaði að æfa þær tegundir bardagaíþrótta sem hann stundar í dag þegar hann var 15 ára gamall. Hann hefur þannig náð þessum mikla árangri á tiltölulega skömmum tíma. Aðpurður hverju megi þakka þennan góða árangur segir hann: „Miklum æfingum og góðum félagsskap. Mér finnst þetta þar að auki mjög gaman og mér líður vel þegar ég æfi og keppi. Ég stefni í að vera í þessu fram á elliárin.“

Gunnar æfir líka í Renzo Gracie-akademíunni í New York undir stjórn Renzo Gracie og Johns Danaher, en hefur einnig æft í Dublin og Manchester. Hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum. Þar má helst nefna gullverðlaun á Pan American 2009 og New York Open 2009 og silfurverðlaun í BJJ árið 2009.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...