Gríðarlega mikilvægt samstarf

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir samkomulag það sem var undirritað við kínversk yfirvöld í gær um jarðhitasamstarf í þróunarríkjunum, gríðarlega mikilvægt. Össur mun sýna Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, Hellisheiðarvirkjun nú síðdegis.

Samningurinn var undirritaður af Össuri og ráðherra auðlinda- og landnýtingar í Kína í Þjóðmenningarhúsinu í gær.

Samstarfsyfirlýsingin gefur tækifæri til þess að Ísland og Kína vinni sameiginlega að rannsóknum, forkönnunum, þróun og framkvæmd á virkjun jarðhita í þróunarlöndum, meðal annars hugsanlega aðkomu Kína að samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um þróun jarðhitanýtingar í sigdalnum í austurhluta Afríku.

Að sögn Össurar felur samstarfið í sér  að jarðhitarannsóknir verði gerðar í þrettán ríkjum Austur-Afríku þar sem víða er ónýttan jarðhita að finna.

Utanríkisráðuneytið gerði í janúar samkomulag við Alþjóðabankann um samstarf um að hraða jarðhitavæðingu  í  Djíbútí, Eþíópíu, Úganda, Erítreu, Keníu, Suður-Súdan, Tansaníu, Malaví, Mósambik, Búrúndí, Rúanda, Sambíu og Sómalíu. 

Mikil orkufátækt er í þessum ríkjum en sérfræðingar telja að í sigdalnum, sem er 6.000 km langur, sé mögulegt að virkja allt að 14.000 MW úr jarðhita og veita þannig yfir 150 milljónum manna aðgang að hreinni orku.

Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríkin á svæðinu við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Alþjóðabankinn mun hins vegar nýta eigin fjármögnunarleiðir til að gera ríkjunum kleift að gera nauðsynlegar hagkvæmniathuganir og hefja slíkar boranir. Í framhaldinu verði unnt að ráðast í skipulagðar virkjanaframkvæmdir til raforkuframleiðslu og fjölnýtingar jarðhitans í atvinnuskyni.

Ríkin þrettán í Austur-Afríku sigdalnum eru mislangt á veg komin í nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu.  Þannig hefur Kenía til dæmis þegar virkjað umtalsverðan jarðhita og hefur stórhuga áætlanir um frekari virkjanir á meðan önnur ríki eins og Búrúndi eru á byrjunarreit.

Að sögn Össurar hófust viðræður við kínversk yfirvöld um að koma að jarðhitaverkefninu með Íslendingum fyrir tveimur árum. Í fyrstu hafi kínversk yfirvöld tekið dræmt í slíkt samstarf en í fyrra komst skriður á málið og eins og áður sagði var samkomulagið undirritað í gær. Össur á alveg eins von á því að fleiri ríki eigi eftir að taka þátt í verkefninu sem er næsta verkefni Íslendinga á sviði þróunaraðstoðar.

Íslendingar og Kínverjar hafa undanfarin ár verið í samstarfi varðandi jarðhitaverkefni í Kína og hafa Kínverjar hug á að skoða betur möguleika á að setja upp hitaveitur á allt að 400 stöðum í Kína þar sem íslensk tækni verður höfð í fyrirrúmi.

mbl.is

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...