Metanbílaeigendur í hremmingum

Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Metanstöðin við Ártúnshöfða í Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður sem lét breyta bíl sínum í metanbíl segir að hann hefði tæplega gert það hefði hann vitað í hvaða hremmingum hann ætti eftir að lenda við að nálgast eldsneytið. Metan er aðeins afgreitt á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hjá N1 á Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Forstjóri N1 segir að sú staðreynd að fjöldi fólks hafi valið sér orkugjafa sem takmarkað framboð er af sé ekki áhætta sem hvíli á herðum N1.

Gunnar Á. Bjarnason lét breyta bíl sínum um síðustu áramót og kostaði það 900.000 krónur. Hann segist ekki hafa verið upplýstur um hve metan væri af skornum skammti þegar hann lét gera þá breytingu. Gunnar sendi bréf til N1 með afriti til fjölmiðla þar sem hann kvartar undan takmörkuðu framboði á metani og segir aðra metanbílaeigendur sem hann hafi rætt við á dælunni hafa sömu sögu að segja. 

Margir þurfa frá að hverfa

Gunnar segir að iðulega séu langar biðraðir við metan-dælurnar á stöð N1 í Ártúnsbrekku. Ekki nóg með að dælur séu fáar heldur sé þrýstingurinn í kerfinu svo lélegur að bílar fái oft ekki nema hálfa fyllingu og afgreiðslutíminn sé mjög langur. Þetta komi sérstaklega illa við eigendur nýrra tvinnbíla sem hafi mun minni tanka en breyttir bílar. Að sögn Gunnars er ástandið sérstaklega slæmt á föstudögum og öðrum annatímum, þegar margir þurfi að hverfa á braut án fyllingar. 

„Það er mikil synd að svona ræfilslega sé staðið að þjóðþrifamáli eins og metanvæðingu. Og einkennilegt er að hugsa til þess að hið opinbera sé að byggja upp kúnnabasa hjá ykkur með því að niðurgreiða opinber gjöld af metanbílum og breytingum þegar ekki er til staðar afgreiðslugeta á eldsneytinu,“ segir Gunnar í bréfi sínu.

Eftirspurn umfram framleiðslu

Afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku var opnuð árið 2008 og kostaði þá yfir 100 milljónir króna í byggingu. „Við höfum einir viljað fjárfesta í búnaði til að selja þetta  gas, aðrir hafa ekki séð í því viðskiptatækifæri vegna kostnaðar og takmarkaðs framboðs,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í svari við gagnrýni Gunnars.

Ráðist var í fjárfestinguna á Bíldshöfða vegna áætlana um stóraukið magn í sölu á metangasi. Síðan þá hefur aukningin að sögn Hermanns orðið margfalt meiri en Metan ehf, Sorpa og N1 spáðu um í sínum módelum. „[Nú] er svo komið að núverandi framleiðsla á metangasi mun tæpast anna eftirspurn að 12 mánuðum liðnum haldi þessi þróun áfram,“ segir Hermann.

N1 hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í hylkjum og öflugri dælu fyrir 50 milljónir til að auka birgðarými og afköst. Einnig liggur fyrir beiðni frá N1 hjá Reykjavíkurborg um að gefa leyfi fyrir nýrri dælu. Hermann bendir hinsvegar á að takmörk séu fyrir getu þess metankerfis sem nú er rekið.

Dreifing metans dýr 

Í lok mars var á Alþingi lögð fram þingsályktunartillaga um niðurfellingu gjalda á vistvænt eldsneyti sem framleitt er innanlands. Þar kemur fram að dreifing metans sé dýr og eigi það bæði við um flutning frá framleiðslustað á sölustað og dælubúnað. „Dreifing með gasleiðslum virðist þó vera hagkvæmasti kosturinn en fjárfesting í upphafi er mikil,“ segir í tillögunni, sem Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar mælti fyrir.

Í tillögunni segir að mikilvægt sé að styðja við uppbyggingu á dreifikerfi fyrir metan, en að taka verði tillit til takmarkana sem eru á framleiðslu metans. Í dag er metan fyrst og fremst framleitt úr sorphaugunum á Álfsnesi í samstarfi Sorpu og N1 undir nafni Metan hf. Á heimasíðu Metan hf kemur fram að framleiðslugeta á Álfsnesi verði að líkindum fullnýtt í árslok 2012.

Sorp baggað og breytt í metangas
Sorp baggað og breytt í metangas Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...