Peningar ekki rót alls ills

Framhaldsskólanemar eyða almennt mestum pening í mat, áfengi og bensín. Þeim gengur misvel að spara og fæstir hafa fengið nokkra fjármálafræðslu, en finnst þörf á því. Þetta kom í ljós þegar mbl.is spjallaði við ungmenni um fjármálalæsi, en í því hafa Íslendingar ítrekað fengið falleinkunn.

Hugtakið sjálft, fjármálalæsi, er fremur nýtt af nálinni. Í gagnasafni Morgunblaðsins kemur það t.d. fyrst fram árið 2004. Árið eftir, 2005, gerði Breki Karlsson rannsókn á fjármálalæsi íslenskra framhaldsskólanema og bentu niðurstöðurnar sterklega til þess að þeir væru ekki vel að sér í fjármálum, en hefðu almennt frekar mikinn áhuga á fræðslu um fjármál. 

Fjármálalæsi hefur hrakað frá hruni

Síðan hefur í raun lítið gerst. Fjármálalæsi varð ekki á allra vörum fyrr en við hrunið. Haustið 2008 skipaði Árni Páll Árnason, þá viðskiptaráðherra, nefnd sem gera skyldi tillögur um aðgerðir að bættum skilningi almennings á fjármálum. Nefndin lagði m.a. til að fjármálalæsi yrði sett í kennsluskrá bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Í fyrra var svo stofnuð önnur nefnd, á vegum menntamálaráðuneytisins, um fjármálafræðslu í grunnskólum. Sú nefnd á að starfa í þrjú ár og skila síðan tillögum. 

Í millitíðinni, frá fyrstu rannsókninni og til dagsins í dag, hafa sjö árgangar orðið fjárráða án þess að fjármálafræðsla væri liður í námskránni. Í maíbyrjun voru svo kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar á fjármálalæsi Íslendinga, sem leiddi í ljós að fjármálalæsi hefur hrakað frá árinu 2008. 

Börn verða neytendur sex ára

Breki Karlsson segir að þetta þurfi ekki að taka svona langan tíma. Hann bendir á að innan OECD sé fyrir hendi aðgerðaáætlun um hvernig standa ætti að fjármálakennslu. „Öll þessi grunnvinna hefur verið unnin annars staðar. Við þyrftum mánuð til þess að skipuleggja okkur, en ekki þrjú ár.“ Aðspurður hvenær æskilegt væri að hefja fjármálakennslu svarar Breki að það sé strax um sex ára aldurinn. „Sumir segja að það eigi ekki að tala um peninga við börn, en strax þegar þau eru sex ára gömul eru börn orðin neytendur. Auglýsingar beinast að þeim og þau veita þeim athygli.“

Sjálfur hefur Breki leitað lengi að góðu námsefni fyrir börn og hefur fundið það besta í Hollandi. Verkefnið nefnist Aflatoun og er kennt yfir milljón börnum á aldrinum 6 til 14 ára í 83 löndum. „Það magnaða er að krakkar vilja læra þetta. Ég hef flutt fyrirlestra bæði í framhaldsskólum og grunnskólum og alls staðar eru bæði foreldrar og krakkarnir sjálfir rosalega þakklátir fyrir. Það er ofboðslega mikill áhugi á að skilja fjármál.“

Sparnaður til að uppfylla drauma og þrár 

Eftirspurnin eftir fjármálalæsiskennslu er því tvímælalaust fyrir hendi, en ekki síður mikilvægt er hvernig við tölum um peninga almennt okkar á milli. „Þetta er mjög sálfræðilegt. Samskipti fjölskyldna um fjármál eru nánast alltaf á neikvæðu nótunum, það er ekki talað um peninga nema þá vanti eða eitthvað hafi farið úrskeiðis. Við tölum alltaf svo illa um peninga og þess vegna held ég að margir eigi í erfiðleikum með að eiga við peninga, vegna þess að þeir gera það ekki fyrr en í óefni er komið.“

Breki segir þess vegna mikilvægt að fjalla um peninga á jákvæðum nótum enda séu þeir nokkuð sem fólk þurfi að takast á við alla daga. Peningar séu ekki rót alls ills. „Ef við tölum við börnin okkar um sparnað til dæmis þá getum við talað um það út frá því fyrir hverju þau vilji safna, hvað þau vilji gera þegar þau eru orðin stór. Þá er maður ekki að tala um krónur og aura, heldur um drauma og þrár. Peningar eru ekki leiðinlegir eða vondir, heldur bara hlutlaust fyrirbæri sem við sjálf leggjum merkingu í.“

mbl.is

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...