Enginn fundur verið boðaður

Friðrik Arngrímsson
Friðrik Arngrímsson mbl.is

„Nei, það hefur ekkert gerst ennþá,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, aðspurður um hvort ríkisstjórnin hafi komið til móts við þeirra kröfur og boðað fund til að ræða breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.

Aðspurður um hvort félagsmenn hafi almennt haldið bátum sínum frá veiðum sagði hann: „Það eru einhverjir sem þurfa að draga skötuselsnet, en ég veit ekki til þess að það séu neinir að róa.“

Hann sagði að það hefðu verið haldnir fundir í þeim tólf félögum útvegsmanna sem eiga aðild að LÍÚ og að þar hafi ákvörðun um þetta verið tekin.

„En svo er að bætast við eins og hefur komið fram. Það eru aðilar, sem eru ekki félagsmenn hjá okkur, sem eru í þessu krókaflamarkskerfi sem eru líka að koma í þetta þannig að þetta er víðtækara en sem snýr að félagskerfi okkar,“ sagði Friðrik.

Aðspurður um hvort hann eigi von á viðbrögðum frá ríkisstjórninni sagði hann: „Við auðvitað vonumst til þess, það er markmiðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert