Óháð úttekt til að skapa sátt

Útlit er fyrir að frumvarp um stjórn fiskveiða verði ekki lagt fram á Alþingi í bráð, en frumvarpið er ekki að finna á þingmálalista sem lagður hefur verið fram fyrir komandi þing.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir í Morgunblaðinu í dag, að ekki sé samstaða á milli flokka á Alþingi til þess að klára málið.

Telur hann að óháð úttekt utanaðkomandi aðila á fiskveiðistjórnunarkerfinu þurfi að koma til svo að hægt sé að skapa sátt um ákveðin grunnatriði fiskveiðistjórnunarkerfisins. Að sögn Sigurðar myndi slík úttekt varpa ljósi á það fyrir hvað fiskveiðistjórnunarkerfið standi og galla þess, og færa umræðuna um kerfið í heild sinni á málefnalegan grundvöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert