Kom til tals að rífa tónlistarhúsið

Tónlistarhúsið í byggingu.
Tónlistarhúsið í byggingu. mbl.is/Júlíus

Eftir bankahrunið 2008 stöðvuðust framkvæmdir við ráðstefnu- og tónlistarhúsið við Austurhöfn, sem síðar fékk nafnið Harpa, og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom sá möguleiki til alvarlegrar skoðunar innan stjórnsýslunnar að hætta alfarið framkvæmdum og láta rífa húsið.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að eftir nokkra krísufundi, þar sem listamenn voru m.a. fengnir til að sannfæra embættismenn, stjórnmálamenn og bankamenn um þýðingu og hlutverk hússins fyrir menningarlíf þjóðarinnar, ákváðu ríki og borg að halda framkvæmdum áfram. Var það talið hagkvæmara en að stoppa verkið og láta verktaka fara í þrot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »