Blær í mál við Ögmund

Björk Eiðsdóttir og dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir.
Björk Eiðsdóttir og dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir. Ljósmyndari/ Óskar Páll Elfarsson

Fjórtán ára stúlka í Reykjavík hefur höfðað mál gegn Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra til þess að fá ógiltan úrskurð mannanafnanefndar um að hún megi ekki heita Blær. Blær var gefið nafnið við skírnarathöfn en eftir skírnina uppgötvaði presturinn að nafnið var ekki á mannanafnaskrá.

Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem reynt er að hnekkja úrskurði mannanafnanefndar fyrir dómstólum. Úrskurðum nefndarinnar er ekki hægt að áfrýja til innanríkisráðuneytisins og því var ekki önnur leið fær en að höfða dómsmál gegn innanríkisráðherra til að fá ákvörðun nefndarinnar breytt.

„Hvernig líst ykkur á nafnið Blædís?“

„Ég fann þetta nafn í Brekkukotsannál og var löngu búin að ákveða að ef ég eignaðist dóttur myndi hún heita Blær,“ segir Björk Eiðsdóttir blaðamaður.

Blær, dóttir hennar, verður 15 ára í sumar. Henni var gefið nafn við skírnarathöfn í Garðabæ árið 1997 af séra Hans Markúsi Hafsteinssyni. Viku síðar kom hann að máli við foreldrana og tilkynnti þeim að nafnið Blær væri ekki skráð sem kvenmannsnafn í mannanafnaskrá og því hefðu átt sér stað mistök. Hann var ekki tilbúinn til að gefa út skírnarvottorð með nafninu Blær.

Björk segir að presturinn hafi komið fram með lausn á málinu og sagt: „Hvernig líst ykkur á nafnið Blædís?“ Björk segir að búið hafi verið að skíra barnið og því hafi ekki komið til greina að snúa til baka með það. Hún hafi því sótt um að fá nafnið Blær skráð sem kvenmannsnafn í mannanafnaskrá, en því var hafnað. Hún lagði málið aftur fyrir nefndina, en fékk sama svar. Blær er hins vegar skráð í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn.

Björk segir að hún hafi mikið reynt til að fá niðurstöðu í þetta mál og m.a. leitað til forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og biskups Íslands. Ráðherrarnir hafi ekki svarað erindinu.

„Who is Stulka?“

Blær er skráð sem „Stúlka Bjarkardóttir“ í þjóðskrá og þeirri skráningu hefur ekki enn verið breytt þó Blær sé að verða 15 ára. Blær heitir einnig „Stúlka“ í vegabréfinu. Björk þurfti að standa í stappi með að fá yfirleitt vegabréf fyrir dóttur sína, en það hafðist á endanum.

„Við fluttum til Bandaríkjanna þegar hún var 4 ára. Ég áttaði mig svo á að ég þyrfti að kenna henni hvað hún héti þegar hún færi í gegnum tollinn í Ameríku því einhvern tímann spurði tollvörður: „Who is Stulka?“ og þá sýndi Blær engin viðbrögð,“ segir Björk og brosir. „Við þurftum því að kenna henni að stundum heitir hún Stúlka.“

Blær hefur verið skráð undir réttu nafni í skólanum og hún er af öllum kölluð Blær, enda var hún skírð því nafni. Þegar hún fer í banka og á samskipti við opinberar stofnanir er hún minnt á að nafnamál hennar er enn óútkljáð.

Ein kona skráð undir nafninu Blær í þjóðskrá

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Lex, fer með þetta mál fyrir hönd Blævar. Fyrirtaka var í málinu í dag. Hann segir krafa sé gerð um að úrskurður mannanafnanefndar verði dæmdur ógildur. Jafnframt er farið fram á að ríkið greiði Blæ miskabætur vegna framgöngu þess í málinu.

Arnar segir að ein kona heiti Blær í þjóðskrá, en hún er fædd 1973. Árnastofnun hafi einnig staðfest að Blær hafi verið notað hér á landi bæði sem karlmanns- og kvenmannsnafn. Í bókinni Nöfn Íslendinga sé af finna nafnið Blær sem kvenmannsnafn. Það séu því sterk rök fyrir því að heimila kvenmannsnafnið Blæ í mannanafnaskrá. Þar að auki sé búið að skíra Blæ þessu nafni og hún hafi borið það í 14 ár.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um eitt mál af þessum toga, en þar var tekist á um bann finnskra stjórnvalda við því að maður fengi að heita nafninu Axl. Maðurinn vann málið.

Arnar er bjartsýnn á að Blær vinni málið. Björk segir að Blær bíði spennt eftir niðurstöðunni. Það sé tímabært að ljúka þessari þrætu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...