Almannavarnir Vestfjarða funda

Slökkviliðsmenn að störfum ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld.
Slökkviliðsmenn að störfum ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld. mbl.is

„Þetta er frekar að breiða úr sér og er orðið mjög varhugavert ástand. Vindar eru miklir og þrátt fyrir að það sé kominn gríðarlegur mannskapur og búnaður á svæðið er vindurinn miklu sterkari.

Það er verið að koma á almannavarnaástandi og almannavarnanefnd Vestfjarða er að hittast á eftir til að fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref í málinu,“ sagði Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, um sinueldana á Hrafnabjörgum í Laugardal í Súðavíkurhreppi sem hafa logað síðan á föstudag.

Sjá umfjöllun MBL.IS um málið í dag og í gær:

Sinueldurinn breiðist út

Rætt um að fá þyrluna í fyrramálið

„Það minnkar ekkert eldurinn“

Enn loga sinueldar í Laugardal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert