Ræða hækkun á eftirlaunaaldri

Ef samningsviðræðurnar skila þeim árangri sem vonast er til mun …
Ef samningsviðræðurnar skila þeim árangri sem vonast er til mun það leiða til þess að eitt lífeyrissjóðakerfi verður í landinu í stað tveggja eins og nú er. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stéttarfélög opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars rætt um að hækka eftirlaunaaldur þeirra úr 65 árum í 67 ár og breyta áunnum lífeyrisréttindum á þann veg að þau verði línuleg, líkt og er í almenna kerfinu. Gangi þetta eftir mun ríkissjóður greiða háa upphæð í bætur inn í opinbera kerfið, enda ljóst að lífeyriskjör opinberra starfsmanna myndu skerðast til lengri tíma frá því sem nú er.

Viðræðurnar hafa staðið yfir um nokkurt skeið og eru á viðkvæmu stigi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gangi þær eftir mun frumvarp um breytingar á kerfinu verða lagt fram í haust.

Ef samningsviðræðurnar skila þeim árangri sem vonast er til mun það leiða til þess að eitt lífeyrissjóðakerfi verður í landinu í stað tveggja eins og nú er.

mbl.is

Bloggað um fréttina