Borgarstjóri gefur rithöfundum hús

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, færði Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús að …
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, færði Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús að gjöf í dag. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundarsambandsins, tók við húsinu fyrir hönd sambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, afhenti Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús á Dyngjuvegi 8 að gjöf í dag, en þar var síðasti bústaður rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar og Franziscu konu hans.

Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, tók við húsinu fyrir hönd sambandsins.

Við athöfnina las Pétur Gunnarsson rithöfundur ljóð Hannesar Péturssonar: Í húsi við Dyngjuveg. Gunnar Björn Gunnarsson, fulltrúi fjölskyldunnar og stjórnarformaður Gunnarsstofnunar, færði Rithöfundasambandinu ljósmyndir úr einkasafni af heimili Gunnars Gunnarssonar og Franziscu Antoniu Josephine Jörgensen konu hans.

Úr Gunnarshúsi.
Úr Gunnarshúsi.
Frá undirritun gjafaafsalsins í morgun.
Frá undirritun gjafaafsalsins í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina