Ná áttum á ný með íslenskum hestum

Nemandi á námskeiði Claudiu teymir hest í gegnum þrautir.
Nemandi á námskeiði Claudiu teymir hest í gegnum þrautir. Ljósmynd/magnus.ch

Íslenski hesturinn á sér mörg hlutverk og hestamennskan á sér marga þræði. Sumir eyða sumrinu með hestakerru í eftirdragi á milli mótsstaða til að keppa á meðan aðrir ríða um fjöll og firnindi í ferðum og enn aðrir kjósa meiri rólegheit í stuttum útreiðartúrum. Svo eru tamningamenn, þjálfarar, ræktendur og svona mætti lengi telja.

Í Sviss er talsverð Íslands-hestamenning og þar hefur íslenski hesturinn fengið göfugt hlutverk við að koma stjórnendum, sem eru orðnir leiðir í starfi eða finnst þeir ekki vera að skila tilætluðum árangri, aftur á beinu brautina.

Claudia M. Sidler, hestahvíslari, reiðkennari og þjálfari, rekur fyrirtæki sem býður upp á leiðtogaþjálfun og til þess eru notaðir eingöngu íslenskir hestar. Námskeiðin eru mismunandi, hópnámskeið stjórnenda úr mismunandi áttum, hópnámskeið vinnustaða og námskeið fyrir kennara sem vilja ná betri tökum í kennslustofunni.

Claudia var hér á landi nýverið ásamt vinkonu sinni og bauðst blaðamanni að eyða með henni morgunstund til að fræðast um aðferðir hennar og sýn. Á eftir ljúffengum morgunverði og spjalli var síðan farið í reiðtúr á íslenskum hestum í íslenskri náttúru í góðum félagsskap með þeim Regulu Horner, vinkonu Claudiu og Eydísi Indriðadóttur, gestgjafa þeirra hér á landi.

„Öll hross þurfa leiðtoga“

„Á námskeiðunum kemst fólk aftur í snertingu við sjálft sig. Galdurinn er sá að hesturinn þarf leiðtoga. Hann er þannig í eðli sínu og í hjörðinni eru leiðtogar sem hinir fylgja. Hesturinn finnur veikleikana og með þá þarf fólk að vinna. Hesturinn hjálpar til við að yfirstíga vandamálin og verkefnin eru mikil áskorun fyrir hvern og einn,“ segir Claudia.

Á námskeiðunum er mest unnið í skógi með allskonar þrautir og verkefni sem fara fram gegnum taumsamband, en sjaldnast er um að ræða að nemendur fari á bak hestunum.

Les nemandann út frá hrossinu sem hann velur

„Ég set nemendurna inn í hóp af hestum og þar á fólk að velja sér hest til að vinna með. Í raun er það svo að hestur og maður velja hvorn annan. Út frá því hvaða hest hver og einn velur les ég viðkomandi nemanda, því ég þekki hestana svo vel. Í um 80% tilvika hef ég rétt fyrir mér með persónuleikalýsinguna og út frá henni vinn ég á námskeiðinu,“ segir Claudia sem hefur staðið fyrir námskeiðum sem þessum síðan árið 1999.

Þrautirnar sem þarf að leysa geta verið margskonar. Teyma hest eftir keilum, fara með þá í gegnum hangandi gardínur, yfir rauða mottu og svo eru notaðir lengri taumar einnig og fólk látið stjórna hestinum aftanfrá.

Segir hestinn opna sál og hjarta fólks

„Hesturinn opnar sál og hjarta,“ segir Claudia og hún segir hann hafa sjötta skilningsvitið. Hann skynji það sem fólk hugsar og tilfinningar viðkomandi líka.

„Hesturinn finnur hvað þú ert að hugsa og ef þú ert búinn að ákveða þegar þú kemur að þraut að hesturinn muni ekki fara yfir hana eða þú hræðist verkefnið þá mun hesturinn stoppa einnig,“ segir Claudia. Hún segir þetta oft koma fram og þegar þetta gerist tekur við það verkefni að vinna hestinn aftur á sitt band til að leysa þrautina. Þetta megi setja í samhengi við vinnustaðinn. Þegar undirmennirnir skynja að það sé ekki traust eða að yfirmenn hafi ekki trú á því að verkefnin takist og þeir sýni það undirmönnunum þá gefi það ekki rétt skilaboð og árangurinn verði eftir því.

Unnið með náttúrulegt eðli hrossa á námskeiðinu

Í raun má segja að náttúrulegt eðli hrossa sé það sem unnið er með á námskeiðinu. Íslensk hross alast upp í hjörð, þar er ákveðinn virðingarstigi og í hverri hjörð eru leiðtogar. Claudia segir mikilvægt að hrossin sem hún noti alist upp í hjörð. Þar læra þau þessa náttúrulegu hjarðhegðun og þess vegna sé íslenski hesturinn ákjósanlegastur í þetta verkefni því á Íslandi eru hrossin mikið úti frjáls í hjörðinni og þar er rúm fyrir þessa náttúrulega hjarðhegðun. Erlendis sé algengara að hrossin séu lokuð af í minni girðingum og í smærri hópum. Fimm af þeim sex hestum sem Claudia á eru fæddir á Íslandi.

Tamningar á hrossum snúast um það að maðurinn verði leiðtoginn í stað þess sem áður var það í hjörðinni. Hrossin eru því bæði háð leiðtoga að eðlislagi en einnig þjálfuð til þess af manninum. Hestamenn þekkja það margir að þegar þeir ætla að ná hrossum er eitt meira áberandi en hitt og misauðvelt getur verið að koma hjörðinni í aðhald eða hreinlega ná hrossunum úti í haga.

Nýtist til þess að halda virðingu og sess í kennslustofunni

Þegar Claudia fær kennara á námskeið fara þeir inni í girðingu með sex hrossum. Þar þurfa þau að vinna með hópinn á ýmsan hátt og eitt verkefnið er að koma hópnum úr einu horni í annað. Fólk fær ekki að vita hvaða aðferðum eigi að beita, en lykillinn er sá að sjá út úr hópnum hver er leiðtogi hópsins. Síðan þarf að vinna það hross á sitt band. Fá það til að treysta sér og bera virðingu fyrir sér. Um leið og það hefur tekist er ekkert mál að vinna með allan hópinn og færa hann til eins og þarf, enda fylgja hrossin leiðtoganum. Þetta þekkja margir kennarar eflaust. Ef í nemendahópnum er einstaklingur sem getur fengið aðra með sér þá er mikilvægt að viðkomandi beri virðingu fyrir kennaranum, að agi ríki og gagnkvæm virðing. Ef agatækjum er alltaf beitt á hina, sem ekki stýra ferðinni eða eru rótin að vandamálunum, þá tekst seint að vinna bug á þeim.

Nemendur Claudiu eru sjaldnast hestamenn og hafa margir ekkert komist í snertingu við hross enda er það hluti af þjálfuninni, að koma inn í nýjar aðstæður og ná tökum á þeim. „Stjórnendur verða að læra að skilja til að geta stjórnað. Þetta snýst um virðingu og traust. Allt það sama og þarf í samskiptum manns og hests og hestarnir eru mismunandi líkt og undirmennirnir eru mismunandi,“ segir Claudia.

Starfaði sem kennari í 17 ár áður en hún fór út í leiðtogaþjálfun

Áður en Claudia fór út í leiðtogaþjálfun af þessu tagi starfaði hún sem kennari í 17 ár og menntaði sig síðan í hrossaendurþjálfun. Hún segir hross reynast vel við þjálfun í sjálfstjórn og sjálfstyrkingu.

„Fólk leysir verkefnin á eigin forsendum og það er í lagi að gera mistök, það gera allir. Á námskeiðinu nær fólk fókus á ný. Ef fólk missir jafnvægi aftur þá veit það að það er kominn tími aftur á námskeið. Þegar þú ert „dottinn af baki“ í vinnunni er mikilvægt að koma og við hjálpum þér aftur upp,“ segir Claudia.

Eitt af þeim verkefnum sem stjórnendur fást við er að vera í girðingu með tveimur hrossum og þar á að finna út hvort hrossið er leiðtoginn. „Annað hrossið er stórt, en hitt er minna. Stjórnandinn þarf að sjá út samband þeirra og samskipti. Síðan þarf stjórnandinn að ná tökum á leiðtoganum, það er lykillinn. Þegar því er náð er stjórnandinn orðinn leiðtogi allra þriggja og getur því stjórnað aðstæðum,“ segir Claudia. Svipað verkefni og kennarar hafa, en þó miðað að stjórnendum fyrirtækja sem vinni í minni hópum, fremur en leiðtoga stærri hóps, sem kennarar eru. „Það er mikilvægt í þessu öllu fyrir stjórnendur að einblína á það sem skiptir raunverulegu máli en hugsa minna um það sem skiptir minna máli,“ segir Claudia.

Þjálfar einnig vinnustaðahópa í liðmennsku

Hún fær fólk einnig á námskeið frá stórum vinnustöðum og þar er fólk þjálfað í liðmennsku. Hún hefur fengið hópa frá 30 og upp í 70 manns frá fyrirtækjum eða stofnunum og lögð er áhersla á það að vera annarsvegar liðsmaður og hinsvegar leiðtogi í hóp. Einnig fær hún marga sem þurfa að ná tökum á stressi og hvernig á að komast yfir streitu í daglegu lífi. Hesturinn er hjálpartæki í öllu þessu.

„Hrossin hafa sjötta skilningsvitið. Þau skynja tilfinningar þínar og aðstæður. Þau skynja stress. Þegar nemandi velur hest sérðu hvernig karakter viðkomandi er og lest fólk í gegnum hrossin. Hvernig bregðast þau við og svo framvegis. Hrossin eru í raun spegill á þessa þætti. Þegar þú ert í vinnunni ertu með verkefni. Þú veist hver er yfirmaður þinn og hver er undirmaður þinn. Þá er mikilvægt að vita hvert verkefnið er, hver eru markmiðin og viðfangsefnið. Í kennslu er mikilvægt að bekkurinn viti hver er leiðtoginn. Börn þurfa að vita hver stjórnar,“ segir Claudia til að varpa betra ljósi á það afhverju hesturinn er svona gott viðfangsefni.

Konur fara aðrar leiðir að markinu en karlmenn

Claudia segir konur öðruvísi stjórnendur en karlmenn og í hóptímum skiptir hún konum og körlum gjarnan upp og fylgist með því hvernig hvor hópur tekst á við verkefnin. Hún segir að yfirleitt sé nálgunin mismunandi. Karlmenn fari aðrar leiðir að markinu en konur.

Talið berst að því hvort allir geti orðið leiðtogar. „Stíll stjórnunar er mismunandi. Það hvernig stjórnandi þú ert ræðst meðal annars af uppeldi, ætt, fæðingaröð og fleiri atriðum. Það eru allir með eld inni í sér. En það er þó ekki mikilvægast. Vatnið er mikilvægara. Vatnið gefur þér nýjar hugmyndir og flæði sem er mikilvægt fyrir stjórnanda,“ segir Claudia. Hún segir allra geta orðið stjórnendur, en sumir hafi það í eðlinu, aðrir þurfi að hafa meira fyrir því.

„Þarft að geta leitt sjálfan þig til að geta leitt aðra“

„Lykilinn að því að vera stjórnandi er að vera í góðu sambandi við sjálfan sig. Þú verður að þekkja sjálfan þig til þess að geta leitt aðra. Það er grundvallaratriði að geta leitt sjálfan þig fyrst,“ segir Claudia og bætir við: „Til að ná sem mestum árangri er best að stjórnendur og undirmenn séu sem fjölbreyttastir. Það má líkja fyrirtæki við fótboltalið. Einn hefur ekki allt sem til þarf. Þú þarft gott sambland af meginöflum jarðar í liðinu, vindi, eldi, vatni og jörð. Með vindinum færðu hugmyndir. Með eldinum færðu hreyfingu og kraft, með vatninu samvinnu og jörðin er nauðsynleg einnig því með henni koma peningar.“

Mikilvægt að stjórnendur hafi yfirsýn

Yfirsýn er mikilvægur þáttur í fari stjórnenda. Claudia segir að margir stjórnendur vilji vera fremstir og láti mest á sér bera, en á meðan viti þeir ekki hvað sé að gerast fyrir aftan þá eða hvernig einstakar deildir eða undirmenn vinni. Hún segir að stjórnendum sé nauðsynlegt að kunna líka að vera fyrir utan hópinn, fylgjast með og sjá hvað er að gera. Af hestum megi læra margt í þessu samhengi.

„Í stóðhestagirðingu hagar stóðhesturinn sér þannig. Hann stendur fyrir utan hryssuhópinn og fylgist með þeim, en er ekki inni í hópnum. Þegar hjörðin er á ferð hleypur stóðhesturinn fyrir aftan. Með þessu hefur hann yfirsýn og veit nákvæmlega hvað er að gerast og hann stjórnar,“ segir Claudia. Með því að láta fólk vinna með nokkur hross saman í girðingu opnast þetta oft fyrir fólki.

Hún segir þá sem til sín komi oftast fara af námskeiðinu með betri sýn og fókus á verkefni sín og hlutverk. Það nái fótfestu og jarðtengingu og sumir komi aftur ef fjarar undan þeim á ný í starfi.

Lærði mikið af Benedikt Líndal

Claudia segist hafa mikið lært af Benedikt Líndal, reiðkennara og tamningameistara. Hans starf og nálgun hafi kennt henni mikið. Að einblína á jákvæðu hliðarnar og vinna út frá þeim í stað þess sem áður var alltaf gert, við tamningar og þjálfun, að festast í mistökunum sem hrossin gerðu og því sem ekki gekk vel.

Hún nefnir fleiri eins og hestahvíslarann heimsfræga Monty Roberts, David Harris og Paul Hunting sem einnig býður upp á stjórnendaþjálfun með hestum á Bretlandi og skrifaði bókina „Why Talk to a Guru? When You Can Wishper to a Horse: The art of Natural Leadership.“ Af henni segir hún að margt megi læra.

Hún segir þýska rithöfundurinn Fritz Hendrich einnig hafa ritað góðar bækur um viðfangsefnið, bækur á borð við Horse Sense – Drei Schritte zum Charisma der Führung (Hestaskin – skrefin þrjú að karakter og leiðtogahæfni, sem fjallar um Alexander mikla og hest hans Bucephalus) og Die Vier Energien Des Führens (Fjögur efni leiðtogahæfni, jarðar, vatns, lofts og elds)

Hægt er að kynna sér starf Claudiu betur á heimasíðu hennar Magnus.ch sem er á þýsku. Magnús er einn af hestum hennar sem hún hefur unnið mikið með á þessum námskeiðum og er í uppáhaldi.

Claudia M. Sidler, hestahvíslari, þjálfari og reiðkennari, sem heldur námskeið ...
Claudia M. Sidler, hestahvíslari, þjálfari og reiðkennari, sem heldur námskeið í leiðtogaþjálfun með íslenska hestinn í Sviss á leið í útreiðartúr á bökkum Þjórsár í ágúst. mbl.is/Ingvar
Regula Horner, vinkona Claudiu sem hefur nýtt sér námskeið hennar ...
Regula Horner, vinkona Claudiu sem hefur nýtt sér námskeið hennar í kennarastarfi sínu og Claudia með Urriðafoss í baksýn. mbl.is/Ingvar
Ein af mörgum þrautum sem þarf að leysa á námskeiðum ...
Ein af mörgum þrautum sem þarf að leysa á námskeiðum Claudiu. Ljósmynd/magnus.ch
Regula Horner, Claudia og blaðamaður á bökkum Þjórsár.
Regula Horner, Claudia og blaðamaður á bökkum Þjórsár. mbl.is/Ingvar
mbl.is

Innlent »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

16:01 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
Sundföt
...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...