Ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá

Frá aukakirkjuþingi í dag.
Frá aukakirkjuþingi í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Aukakirkjuþing sem haldið var í dag hvetur til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða réttindi annarra trú-og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.

Til þingsins var boðað til að ræða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar að því er varðar ákvæði hennar um þjóðkirkjuna.

Þjóðin mun ganga til atkvæðagreiðslu þann 20. október næstkomandi um eftirfarandi spurningu. „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi“.

„Aukakirkjuþing hvetur kjósendur til að minnast þess að hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð,“segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert