Ferðamannastaðir komnir að þolmörkum

Mikil þörf er á að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna …
Mikil þörf er á að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna og viðhald vinsælla ferðamannastaða í Mývatnssveit, að mati formanns Landeigendafélags Reykjahlíðar. mbl.is/RAX

„Helstu ferðamannastaðir í Mývatnssveit eru komnir að þolmörkum vegna ágangs og við því verður að bregðast,“ segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.

Hann segir að á hverju ári komi allt að 300 þúsund ferðamenn í Mývatnssveit. Það sé alveg ljóst að landeigendur geti ekki einir staðið undir viðhaldi ferðamannastaða vegna nýtingar í þeim mæli.

„Við getum ekki látið eyðileggja heilu og hálfu náttúruundrin. Sá sem nýtir á að greiða og það á ferðamaðurinn að gera, ekki ferðaþjónustuaðilar. Ef ekki verður tekið á þessu núna þá stefnir í óefni.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Ólafur hafa verið þeirrar skoðunar í mörg ár að allir landeigendur í Mývatnssveit ættu að stofna félag um vernd og viðhald náttúruperlnanna í sveitinni og bætta þjónustu og aðstöðu fyrir ferðamenn. Málið þurfi að kynna, ræða og ná samstöðu um það á komandi vetri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »