Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði á aðalfundi Sjálfstæðra Evrópumanna, að hún teldi það fráleita hugmynd að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hvatt til þess að aðildarviðræðum við ESB verði hætt vegna þess hvað aðstæður í Evrópu hafa breyst mikið frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild árið 2009.
Þorgerður Katrín sagði á fundinum að hún teldi þetta fráleita hugmynd. Að því er fram kemur á vef Evrópusamtakanna sagði hún á fundinum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið drífandi þátttakakandi í öllum stórum árkvörðunum á sviði utanríkismála hér á landi frá stofnun lýðveldis. Hún taldi það sama ætti að eiga við um ESB-málið.
Á fundinum var Benedikt Jóhannesson endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna til næstu tveggja ára.
Heimssýn:
ESB-umsóknin og pólitískur ferill Þorgerðar Katrínar
Guðmundur Jónas Kristjánsson:
Sjalfstæðismenn út og suður í ESB-málum! Ekki Hægri grænir!
Óðinn Þórisson:
Þjóðin ákveði hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram
Samtök um rannsóknir á ESB ...:
ESB-Þorgerður Katrín gegn Þorkatli lýðræðis- og fullveldissinna
Tryggvi Þórarinsson:
ESB verður fellt, hvers vegna að halda áfram viðræðum?
Jóhann Elíasson:
ER FARIÐ AÐ TAKA MARK Á RUGLINU Í HENNI NÚNA????????
Páll Vilhjálmsson:
Fráleit Þorgerður Katrín
/frimg/5/4/504152.jpg)