Reyna að „negla“ Annþór og Börk

Lögreglumenn í Héraðsdómi Reykjaness.
Lögreglumenn í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Július

Verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar sagði í Héraðsdómi Reykjaness í dag að vinnubrögð lögreglu bentu til þess að markmiðið hefði verið að „negla“ þá Annþór og Börk. Ekkert hefði verið spurt út í þátt annarra við skýrslutökur heldur einblínt á þá tvo.

Saksóknari fer fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri vegna aðildar hans að fimm líkamsárásum, frelsissviptingu, ólögmætri nauðung og tilraunum til fjárkúgana. „Fyrir hvaða sakir? Hvaða sakir eru sannaðar? Fyrir hvaða áverka? Það er allt ósannað í þessu máli og ég lýsi eftir sönnunum og gögnum.“

Þá gagnrýndi Guðmundur fjölmiðlabann sem sett var á umfjöllunina. „Það virðist vera að þar sem Annþór og Börkur koma við sögu, þar er gripið til aukaráðstafana. Hverju sætir þetta? Þeir virðast settir í þá stöðu að þurfa að sanna sakleysi sitt í stað þess að ákæruvaldið þurfi að sanna sekt þeirra.“

Aðalmeðferðin heldur áfram en gert er ráð fyrir að henni ljúki síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert