Vilja fá íslensku sem þjóðtungu í stjórnarskrá

Stjórnlagaráð á fundi.
Stjórnlagaráð á fundi. mbl.is/Golli

„Það er ef til vill engin sérstök ástæða til þess að stjórnarskrárbinda íslensku sem þjóðtungu Íslands á meðan enginn vafi leikur á því að hún sé opinbert tungumál í landinu, en það virðist vera hægt að sjá merki þess núna á síðustu árum að það sé ekki sjálfsagt mál að íslenskan sé aðaltungumálið á Íslandi.“

Þetta segir Ari Páll Kristinsson, rannsóknaprófessor við Árnastofnun, en hann er einn af fjórum umsagnaraðilum sem vilja að nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga innihaldi grein þar sem kveðið er á um stöðu íslensku sem opinbers tungumáls Íslands. Þá verði íslenskt táknmál staðfest sem fyrsta mál þeirra sem reiði sig á það.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu kemur fram, að í aðfaraorðum stjórnarskrárfrumvarpsins er minnst á tungu og menningu en ekki tekið fram hvaða tungumál átt sé við og í 6. grein frumvarpsins er tekið fram að ekki megi mismuna fólki á grundvelli tungumála. Ekkert er hins vegar minnst á stöðu íslenskunnar í frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »