Afnám hafta forsenda ESB-aðildar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég tel nú enga ástæðu til þess að fúlsa við góðum ráðum frá Evrópusambandinu, hvaða skoðanir sem menn ella hafa á því, varðandi afnám haftanna og fá hjá þeim fagleg og tæknileg ráð í því efni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem innti ráðherrann svara við því með hvaða hætti hugmyndin væri að Evrópusambandið aðstoðaði Íslendinga við að losna við gjaldeyrishöftin.

Vísaði Bjarni þar til ummæla Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra eftir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um stöðuna á umsókn Íslands um inngöngu í sambandið sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Þar hefði ráðherrann sagt að hann hefði fengið frekari staðfestingu á því að Evrópusambandið væri reiðubúið að aðstoða Íslendinga við að afnema gjaldeyrishöftin.

Spurði Bjarni forsætisráðherra með hvaða hætti þessi aðstoð ætti að fara fram. Því hefði ítrekað verið haldið fram að Evrópusambandið gæti hjálpað við að afnema höftin í tengslum við umsóknina um inngöngu í sambandið en aldrei verið verið útskýrt nákvæmlega með hvaða hætti það ætti að gerast. Sagði hann ríkisstjórnina þurfa að útskýra það fyrir bæði þinginu og þjóðinni.

Jóhanna vísaði í bréf sem borist hefði í gær frá þingmannanefnd sem sett var á laggirnar um afnám gjaldeyrishaftanna þar sem óskað hefði verið eftir fundi um málið fyrir jól með formönnum stjórnmálaflokkanna. Þar væri ætlunin að ræða um stöðu áætlunar um afnám haftanna sem og um uppgjör föllnu bankanna og með hvaða hætti væri rétt að standa að þeim. Sagðist hún fagna þeirri ósk enda væri mikilvægt að reyna að ná samstöðu um málið. Vonandi yrði hægt að boða til þess fundar á morgun.

Einungis góð ráð í boði

„Varðandi ESB og það sem háttvirtur þingmaður nefndi í því, og það sem fram hefur komið, sem sagt að ESB er tilbúið að veita okkur þá aðstoð sem að hægt er að því er varðar afnám gjaldeyrishaftanna þá held ég að það sé nú bara hið besta mál að fara yfir það og ég hef litið svo á að hér sé fyrst og fremst um faglega og tæknilega aðstoð að ræða sem að þarna er í boði,“ sagði Jóhanna en fór ekki nánar út í það um hvers konar aðstoð kynni að vera að ræða.

Bjarni benti á að ljóst væri að ríkisstjórnin væri ekki samstiga í málinu enda héldi einn stjórnarflokkurinn því fram að ekki væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin nema með því að ganga í Evrópusambandið en hinn væri fullur efasemda í þeim efnum. Spurði hann hvort það væri ekki nokkuð langsótt að ætla að sambandið myndi gera þennan vanda Íslendinga að engu. Þá sagði hann að þegar allt kæmi til alls væru góð ráð það eina sem í boði væri hjá Evrópusambandinu.

Jóhanna neitaði því ekki en sagði sem áður er getið að ástæðulaust væri að fúlsa við góðum ráðum frá Evrópusambandinu. Sagðist hún hafa skilið bréf þingmannanefndarinnar þannig „að það hefði komið skýrt fram að það væri ekki hægt að fara inn í Evrópusambandið á meðan höftin væru við lýði og ég tel mikilvægt að við reynum að ná samstöðu um að losa þau sem fyrst.“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...