Starfar þrátt fyrir rannsókn

Lögreglumenn við störf.
Lögreglumenn við störf. mbl.is/Júlíus

Lögreglumaður í lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur ekki verið leystur undan vinnuskyldu þrátt fyrir að vera í þrígang kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum, þar á meðal stjúpdóttur sinni og tveimur vinkonum hennar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum sem kemur út á morgun.

Móðir einnar stúlkunnar er ósátt við að lögreglumanninum skyldi ekki hafa verið vikið úr starfi á meðan rannsókn stóð yfir en hann er við störf í sama hverfi og stúlkurnar bjuggu í.

Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að það sé ekki í hans höndum að taka ákvörðun um hvort víkja eigi lögreglumanni úr starfi, hvort sem heldur tímabundið eða varanlega. Skipunarvaldi og þar með brottvikningarvaldið sé hjá ríkislögreglustjóra. Fréttatíminn náði hins vegar ekki tali af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert