Hugmyndir um Þorláksbúð á Reyni í Noregi

Þorláksbúð.
Þorláksbúð. mbl.is/RAX

„Upp hefur komið sú hugmynd á Reyni (Röyne) í Valdres í Noregi að halda minningu Þorláks helga Þórhallssonar biskups á lofti með byggingu húss í anda Þorláksbúðar eða á annan hátt.

Talið er að forfeður hins sæla biskups, Þorláks Þórhallssonar, hafi komið frá Reyni. Heimamenn hafa verið með hugmyndir um að minna á þessi tengsl við Ísland.

Þegar einn þeirra, Torstein T. Röyne, var hér á ferð fór hann í Skálholt og skoðaði þá meðal annars Þorláksbúð. Hann leitaði upplýsinga hjá Þorláksbúðarfélaginu og er nú kominn í samband við Gunnar Bjarnason, hönnuð og smið Þorláksbúðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert