Engin breyting í Suðurkjördæmi

Þingmennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Johnsen.
Þingmennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Johnsen. mbl.is

Búið er að telja 2.082 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og hefur engin breyting orðið á listanum. Ragnheiður Elín Árnadóttir leiðir listann og Unnur Brá Konráðsdóttir er í öðru sæti. Árni Johnsen, sem stefndi á fyrsta sætið er ekki meðal fimm efstu.

1.            Ragnheiður Elín Árnadóttir - 1.391 atkvæði í 1. sæti

2.            Unnur Brá Konráðsdóttir - 823 atkvæði í 1. – 2. sæti

3.            Ásmundur Friðriksson - 799 atkvæði í 1. – 3. sæti

4.            Vilhjálmur Árnason - 705 atkvæði í 1. – 4. sæti

5.            Geir Jón Þórisson - 999 atkvæði í 1. – 5. sæti

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert