59,9% styðja ríkisstjórnina

Þingmennirnir Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi.
Þingmennirnir Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Jakobsdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 59,9% samkvæmt nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka.

Stuðningur við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) mældist töluvert meiri en stuðningur við fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 59,9% styðja ríkisstjórnina nú, borið saman við 31,5% sem sögðust styðja fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu sem var gerð 14 - 17 maí 2013.

Í könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 28,2% kjósenda, Framsóknarflokkurinn er með 21,2% og VG er með 13,8% fylgi. Samfylkingin er með 11,7% fylgi og Björt framtíð 11,2%. 6,6% aðspurðra styðja Pírata.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina