Árangursríkum fundi lokið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson mbl.is/Árni Sæberg

Fundi þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar er lokið. Mun fundurinn hafa gengið mjög vel og verður viðræðum fram haldið á morgun.

Það mun hafa verið fín framvinda í viðræðunum í dag. Séð er fram á að enn muni þurfa að vinna í nokkra daga í viðbót að stjórnarmynduninni.

mbl.is