Banaslys í Esjunni

mbl.is

Konan sem hrapaði á gönguferð í Esjunni í gær lést af slysförunum. Aðstæður voru mjög erfiðar í fjallinu og tóku um 50 manns þátt í björgunaraðgerðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú málið til rannsóknar. Konan var látin þegar að henni var komið, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

Björgunarsveitir voru kallaðar til um klukkan 15 í gær eftir að tilkynnt var að kona hefði hrapað efst í Grafardal, vestan megin við Hátind Esjunnar. Var hún í hópi rúmlega 30 göngumanna.

Björgunarmenn náðu til konunnar rétt fyrir kl. 18 en hún reyndist þá látin samkvæmt heimildum mbl.is

mbl.is